Vínbúðin í Hafnarfirði er að komast í sparifötin. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikurnar í búðinni og innréttingum og skipulagi verið breytt í takt við þá stefnu sem mörkuð hefur verið um ásýnd vínbúða. Einar Jónatansson verslunarstjóri segir að búðin sé nær óþekkjanleg eftir framkvæmdirnar og strax orðin mikið þægilegri fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn. Enn er minniháttar frágangsvinna eftir og mun henni ljúka nú í mánuðinum. Í Vínbúðinni í Hafnarfirði fást 800-900 sölutegundir áfengis.