Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýtt í vínbúðinni

08.05.2003

Nýtt í vínbúðinniBæklingurinn Nýtt í vínbúðinni, maí -ágúst kemur í vínbúðir ÁTVR í dag.

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um nýjar áfengistegundir sem vínbúðir ÁTVR bjóða í reynslusölu  og einnig sérlista.  Reynslusala er tilraunasala á tegundum og er henni ætlað að meta hvort ástæða sé til að bjóða viðkomandi vöru í kjarnasölu vínbúðanna. Vörur eru í reynslusölu fimm mánuði í senn og sölutímabil tegundanna sem kynntar eru að þessu sinni, er 1. maí-31. ágúst annars vegar og 1. júní-31. september hins vegar. Sex vínbúðir eru reynsluverslanir, en það eru Vínbúðinar í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Smáralind og Akureyri, auk þess Heiðrún og Vínbúðin í Kringlunni en tvær síðastnefndu búðirnar bjóða einnig upp á sérlistavín.