Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ársreikningur ÁTVR 2002

04.04.2003

Ársfundur ÁTVR fyrir árið 2002 var haldinn 1. apríl á Stuðlahálsi. Um 60 manns mættu á fundinn en það voru birgjar, verslunarstjórar, stjórn og aðrir starfsmenn ásamt fjölmiðlamönnum:

Hildur Petersen fór yfir stefnumál fyrirtækisins og markmið sem sett voru á síðasta ári.
Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR gerði grein fyrir helstu atriðum ársskýrslunnar. Kom meðal annars fram að á árinu hafi orðið umtalsverð tekjuaukning. Veltuhraði jókst tvöfalt, m.a. vegna nýs tölvukerfis. Mikil aukning hefur verið á áfengissölu milli ára. Aukningin jafngilti 900 þúsundum lítrum af bjór eða um1000 brettum á ári. Einnig hefur tóbakssala dregist jafnt og þétt saman á milli ára, eða frá 116 vindlingapökkum á mann árið 1988 í 76 pakka síðasta ár. Höskuldur tók sérstaklega fram að aldrei hefði verið kvartað jafnlítið yfir þjónustu vínbúða og síðasta ár og þakkaði það hæfu starfsfólki og aðlaðandi útliti vínbúðanna, en margar búðir breyttu um svip á síðasta ári. 
Birgi ársins, Allied Domecq ehf., var veitt viðurkenning. Er þetta þriðja árið í röð sem Allied Domecq hlýtur þessa viðurkenningu. 
Steingrímur Sigurgeirsson hélt erindi um hin frábæru Bordeaux vín frá 2000 sem nú bíða síns tíma í eikartunnum og fengu gestir að gæða sér á ostum og Bordeaux vínum í lok fundarins.