Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Afrískir dagar

02.03.2006

Afrískir dagar

Afrískir dagar eru í vínbúðum í mars. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð, en nokkur valin afrísk vín eru á sérstöku kynningarverði.

Sagan
Vínrækt á sér langa sögu í Suður-Afríku sem rekja má aftur til 17. aldar. Á 19. öld voru sæt vín frá Constantia talin meðal þeirra bestu í heimi.

Aðskilnaðarstefnan og viðskiptabann umheimsins hafði mikil áhrif á efnahagslíf í Suður-Afríku, þ.á.m. víniðnaðinn. Markaðir hurfu og um leið tækifæri til viðhalds og endurnýjunar. Víngarðar, tunnur og tæki gengu úr sér.

Þegar viðskiptabanni var aflétt uppúr 1990 hófst endurreisn sem enn er í gangi. Fjöldi nýrra og metnaðarfullra fyrirtækja spratt upp úr ríkisfyrirtækinu KWV, sem var brotið upp. Í dag er verið að bæta víngarða, tunnur og tæki hafa mikið til verið endurnýjuð. Bestu vínin batna sífellt og framtíðin er björt.

Í bæklingnum má finna fleiri skemmtilega fróðleikspunkta um Afríku, vínrækt þar og helstu þrúgutegundir sem þar eru ræktaðar.