Vínbúðirnar ásamt Umferðastofu hafa verið tilnefndar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokki almannaheillaauglýsinga. Tilnefningin er fyrir auglýsingaherferðina "Dánarfregnir og jarðarfarir" en Hvíta húsið og Upptekið framleiddu auglýsinguna.