Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

¡Olé! - Kynning á vínum frá Spáni og Portúgal

15.02.2005

Kynning á spænskum og portúgölskum vínum verður í vínbúðunum dagana 17. febrúar til 19. mars undir yfirskriftinni ¡Olé!

Sjötíu sérvalin vín eru kynnt í bæklingi sem er gefinn út af þessu tilefni og verða þau sérmerkt í hillum og á sérstöku kynningarverði. Einnig er að finna í bæklingnum lýsingu á hverju víni og fróðleik um helstu vínhéruð landanna, auk þess er þar kort af Íberíuskaganum þar sem hægt er að sjá hvar helstuvínhéruð liggja.

Í tilefni að kynningunni verður handhægum uppskriftum að tapas smáréttum dreift í vínbúðum.