Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel

25.11.2004

Helgina 20.-21. nóvember sl var haldin stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel á vegum Vínbúða og Vínþjónasamtaka Íslands. Þemað var Vín með jólamatnum í tilefni að útkomu samnefnds bæklings Vínbúða. Um tuttugu innflytjendur léttvína kynntu ótrúlega fjölbreytt úrval vína, auk vínanna með jólamatnum. Auk þess kynnti Sandholts bakarí Valhrona súkkulaði, Osta-og smjörsalan og Ostabúðin Skólavörðustíg kynntu girnilegar krásir. Fjöldi gesta komu og fengu allir Riedels-glas til að smakka vínin sem kynnt voru á sýningunni og máttu þeir taka glasið með sér heim. Fyrsta daginn voru fyrirlestrar um Vínin í Vínbúðunum sem Höskuldur Jónsson hjá Vínbúðum hélt og Tomas Rodriguez frá Morandé vínframleiðandanum hélt fyrirlestur um vínlandið Chile og Morandé-vín. Á sunnudeginum héldu Þorri Hringsson og Sævar  Már Sveinsson vínþjónn fyrirlestra um vín með mat. Haldin var æsispennandi spurningakeppni vínklúbba og sigraði lið Allied Domecq. Einnig var valinn fallegasti sýingarbásinn og hlaut Allied Domecq titilinn.

Heppnaðist sýningin frábærlega og er þegar ákveðið að endurtaka leikinn að ári.

Sýningin var opin öllum sem höfðu tilskilinn aldur til.