ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin 2004 í gær, 11. nóvember.
Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins,
Framtíðarsýnar hf., Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Háskóla Íslands og
Samtaka atvinnulífsins.
Markmiðið með Íslensku gæðaverðlaununum er að veita fyrirtækjum
og stofnunum viðurkenningu fyrir raunverulegan
stjórnunarárangur og jafnframt hvetja fyrirtæki til að setja sér skýr
markmið og leggja mat á árangurinn reglulega.