Sýningin Vín 2004 verður haldin um næstu helgi á Hótel Loftleiðum. Þetta er glæsileg fræðslu- og kynningarsýning á léttvínum sem Vínþjónasamtökin standa fyrir í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína. Markmið sýningarinnar er að gefa almenningi og starfsfólki veitingahúsa tækifæri til að fræðast og kynnast þeirri stóru vínflóru sem er til staðar á Íslandi. Ellefu birgjar kynna vín sem þeir flytja inn og gefa gestum smakk. Fyrirlestrar verða haldnir bæði af innlendum vínspekúlöntum og erlendum víngerðarmönnum. Meðal þeirra sem koma fram verða Þorri Hringsson sem verður jafnframt kynnir sýningarinnar og Einar Thoroddsen.
Á laugardeginum verður haldin vínþjónakeppni þar sem bestu vínþjónar landsins keppa um "Ruianrt - Trophe" 2004.
Sýningin verður haldin í Þingsölum á Hótel Loftleiðum, n.k. laugardag og sunnudag, 24. og 25. janúar milli kl. 14 og 18 báða dagana.
Aðgangseyrir er 1000 krónur og fylgir Riedel glas með miðanum.
20 ára aldurstakmark.