Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Starfsmenn ÁTVR gefa blóð

13.03.2003

Blóðbíllinn heimsótti höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi fyrir nokkrum dögum. Starfsmenn Heiðrúnar tóku áskorun um blóðgjöf vel og fóru 39 blóðgjafar í bílinn, þar af voru 26 nýir blóðgjafar.

ÁTVR er samstarfsaðili Blóðbankans og er ætlunin að blóðbíllinn heimsæki skrifstofurnar á Stuðlahálsi reglulega. Vegna þessa samstarfs eru tilmæli til starfsmanna ÁTVR að gefa blóð ef kostur er og voru flestir þeirra mjög tilbúnir til að koma til móts við óskir Blóðbankans. Enda er það öllum ljóst að blóðgjöf er mikilvægasta gjöfin þegar um líf og heilsu er að tefla.