Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks árið 2014

06.01.2015

Alls voru seldir 19.216 þús. lítrar af áfengi á árinu 2014 sem er 3% aukning frá fyrra ári en þá seldust 18.653 þús. lítrar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2014


Lítilsháttar aukning var í sölu á rauðvíni og ókrydduðu brennivíni og vodka en aftur á móti er 0,5% samdráttur í sölu á hvítvíni á árinu. Dregið hefur úr vexti á sölu ávaxtavína en á milli áranna 2012 og 2013 jókst salan í þessum flokki um 71% úr 181 þús. lítrum í 310 þús. lítra.  Á árinu 2014 jókst salan í þessum flokki um 12,2% og sala á blönduðum drykkjum jókst um 16,2% á milli ára.
Breyting á sölumagni eftir flokkum má sjá á meðfylgjandi mynd. 

Breyting á sölulmagni eftir flokkum

Alls komu 4.383.097 viðskiptavinir í Vínbúðina á árinu 2014 í samanburði við 4.285.091 viðskiptavini árið 2013. Flestir viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar föstudaginn 1. ágúst eða rúmlega 42 þúsund. Í samanburði má gera ráð fyrir að á hefðbundnum föstudegi komi um 28 þúsund viðskiptavinir. 

Í samanburði má gera ráð fyrir að á hefðbundnum föstudegi komi um 28 þúsund viðskiptavinir.
Sala tóbaks
Mikil aukning varð í sölu neftóbaks á árinu eða 19%. Alls seldust tæp 33 tonn af neftóbaki í samanburði við 27,6 tonn árið áður.  Lítilsháttar aukning var í sölu á vindlingum (sígarettum) en samdráttur var í sölu á vindlum um 4,5%

Tóbak