Komið hefur í ljós að eftirgerjun hefur átt sér stað í nokkrum flöskum af íslenska berjavíninu Kvöldsól.
Við eftirgerjun myndast kolsýra, hún eykur þrýsting í flöskum sem getur valdið því að tappinn skjótist úr, vínið fylgir á eftir og skilur eftir bletti sem erfitt getur verið að hreinsa.
Að sögn framleiðanda er hægt að draga úr líkum á að þetta gerist með því að kæla vínið.
ÁTVR mun taka við og endurgreiða Kvöldsól þeim sem þess óska.