Sala áfengis var 6,2% minni í nóvember í samanburði við árið í fyrra. Söluminnkun var í öllum hlestu söluflokkum. Þess má geta að sala áfengis í október var tæplega 12% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár svo gera má ráð fyrir að þessar sölubreytingar megi að einhverju leyti rekja til þess hvernig helgarnar raðast innan mánaðar. En það skiptir oft verulegu máli þegar litið er á stutt tímabil eins og einn mánuð því lang flestir við viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum.

Sala áfengis hefur aukist um tæp 3% það sem af er ári þ.e. janúar – nóvember í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur var í sölu á hvítvíni en aukning var í öðrum helstu vöruflokkum. Sala á lagerbjór jókst um 2,6% en um 13% aukning var í sölu á ávaxtavínum og tæplega 16% aukning í blönduðum drykkjum.

Sala tóbaks
Fyrstu ellefu mánuði ársins var aukning í sölu neftóbaks um 20 % og á sama tímabili var aukning í sölu vindlinga um 1,2 % og reyktóbaks um tæp 4%. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um 5,4%.

Sala á jólabjór
Sala á jólabjór hófst föstudaginn 14. nóv. Sala tímabilsins 14. – 30. nóv. var um 298 þús. lítrar en var á sama tímabili fyrir ári 307 þús. lítrar. þ.e. 3,1% minni sala ef eingöngu er litið til þessa tímabils. Í töflunni má sjá fimm söluhæstu tegundirnar og samanburð við sama tímabil í fyrra.
