Sala áfengis jókst um 6% í lítrum í september í samanburði við árið í fyrra. Í einstaka vöruflokkum er söluaukning í öllum helstu söluflokkum.

Sala áfengis hefur aukist um 3% það sem af er ári þ.e. janúar – september í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur er í sölu á rauðvíni og hvítvíni. Sala á lagerbjór jókst um 2,9% en um 14% aukning er í sölu á ávaxtavínum og blönduðum drykkjum.

Sala tóbaks
Fyrstu níu mánuði ársins var aukning í sölu neftóbaks um 22% og á sama tímabili var aukning í sölu vindlinga um 2,5%. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um rúm 3%.
