Sala á áfengi um verslunarmannahelgina var 2,1% meiri í ár en árið 2003 í lítrum talið. Hins vegar var salan 2,8% minni nú en í fyrra, sé tekið mið af verðmæti seldrar vöru. Þetta þýðir að minna hefur selst af sterku áfengi um þessa verslunarmannahelgi en áður, jafnframt því að verð á bjór hefur lækkað.
Samtals seldust 624 þús. lítrar dagana 26.júlí til 31.júlí (vika 31), sem er 2,1% meiri sala en á sama tímabili fyrir ári síðan. Af seldum lítrum voru 492 þús. lítrar bjór, eða tæplega 79%.
Lítrar seldir í viku 31
|
0
|
% munur
|
2002
|
606 þús. lítrar
|
..þar af bjór
|
479 þús. lítrar
|
..eða..
|
79,0%
|
0
|
2003
|
611 þús. lítrar
|
..þar af bjór
|
478 þús. lítrar
|
..eða..
|
78,2%
|
0,8%
|
2004
|
624 þús. lítrar
|
..þar af bjór
|
492 þús. lítrar
|
..eða..
|
78,8%
|
2,1%
|
Heildarfjöldi viðskiptavina í viku 31 voru 99.264, eða 2,8% fleiri en sama tímabil árið 2003, þegar 96.602 viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar:
Ár
|
Fj.viðskiptavina
|
% munur
|
2002
|
98.782
|
0
|
2003
|
96.602
|
-2,2%
|
2004
|
99.264
|
2,8%
|