Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Stopp

05.08.2004

vað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu.Fyrir verslunarmannahelgi hófust sýningar á auglýsingunni Hvað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu.

Hugmyndin að baki auglýsingaherferðinni "Hvað þarf til að stoppa þig?" er sú að tefla saman rauðum lit og svarthvítu myndmáli til að vekja athygli á hættunni sem fylgir ölvunarakstri, og hvernig ómögulegt er að sjá fyrir hvað gerist og hvert hugsanlegt fórnarlamb verður. Rauði liturinn birtist í rauðvíninu sem vinahópurinn drekkur og er fyrsta merkið um að nú skuli ekki aka, í umferðarljósum og skiltum sem vara við hættu og reyna að að stöðva ökumanninn. Rauði liturinn snýr svo aftur sem blóð þegar óhappið verður og að lokum í rauðri rós sem ökumaðurinn leggur á leiði vinar síns sem hann drap með óaðgætni sinni
- hann stöðvaði ekki í tæka tíð.


Hugmyndina að auglýsingunni á Sigrún Gylfadóttir, grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu, en kvikmyndafyrirtækið BaseCamp gerði auglýsinguna. Júlíus Kemp leikstýrði.

Auglýsinguna má sjá hér. Athugið að auglýsingin er tæp 8 mb og þarf tíma til að hlaðast inn.