
Í júní og júlí verða þemadagar í Vínbúðunum með áherslu á Suður-Afríku. Landið er áttunda stærsta vínframleiðslulandið í dag, enda ríkja þar kjörskilyrði til vínræktunar. Víngerðin er blómleg, metnaðarfull og fjölbreytt og spannar ýmsar tegundir vína.
Bækling með spennandi sumaruppskriftum frá veitingastaðnum Nauthól má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola.
Í vöruleitinni er hægt að skoða þau Suður-Afrísku vín sem eru til í Vínbúðunum, en einnig er hægt að mæta og fá ráðleggingar hjá okkar frábæra starfsfólki.