Sala áfengis jókst um tæp 4% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3,9% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 0,5% og hvítvíni um 0,6%. Athygli vekur að á meðan sala léttvína er að dragast saman er aukning í sölu á ókrydduðu brennivíni og vodka um 0,7%.
Sala maímánuðar var 6,9% meiri í ár en í fyrra. Skýringin er að hluta sú að í ár eru fimm helgar í maí en fjórar í fyrra.

Sala tóbaks
Fyrstu fimm mánuði ársins var aukning í sölu neftóbaks um tæplega 37%. Sala vindlinga jókst um tæp 6% og reyktóbaks um 3%. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um rúmlega 2% á milli ára.
