Bjórhátíð verður í vínbúðum í október, en þá gefst viðskiptavinum kostur á að nálgast fróðlegan bækling um bjór og bjórgerðir auk þess sem valdar tegundir verða á tilboðsverði.
Októbermánuður hefur löngum verið hátíðarmánuður bjórsins . Októberhátíð hefur verið haldin í Þýskalandi í hundruðir ára og mörg lönd hafa tekið upp þennan sið og haldið októberhátíð að þýskri fyrirmynd.
Því er tilvalið að setja bjórinn í öndvegi og fræðast betur um þær fjölbreyttu gerðir og úrval sem þessi einn elsti drykkur mannkyns hefur að bjóða.