Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Borgarholtsskóli hlaut umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2005

22.09.2005

 
Borgarholtsskóli hlaut umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2005Árleg umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var veitt 21.september við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu, en ÁTVR var eitt af 13 fyrirtækjum sem tilnefnt var til verðlaunanna. Borgarholtsskóli hlaut viðurkenninguna að þessu sinni, en hann er talinn sýna gott fordæmi í umhverfismálum og er til fyrirmyndar fyrir skóla sem og önnur fyrirtæki.

ÁTVR kom sterklega til greina
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með framkvæmd umhverfisviðurkenningarinnar og skipaði starfshóp sem sá um úttekt á þeim fyrirtækjum sem tilnefnd voru í ár. Að þessu sinni bárust 13 tilnefningar og eftir mat á fyrirtækjunum voru komu fjögur þeirra sérstaklega til álita en það voru:

ÁTVR, Borgarholtsskóli, Parlogis hf. og Plastprent hf.

Þau fyrirtæki sem hlotið hafa verðlaunin fram til þessa eru:  Prentsmiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvakur – útgáfufélag Morgunblaðsins, Hjá Guðjóni Ó prentsmiðja, Mjólkursamsalan, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Umslag ehf. og á síðasta ári Skeljungur hf.

Við óskum Borgarholtsskóla til hamingju!