Sala áfengis jókst um 0,7% í lítrum fyrstu ellefu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,1%, ávaxtavína (sídera) um 77% og sala á öli jókst um 35,7% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1%, ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4% og lagerbjórs um 0,6%. Frá 15. – 30. nóvember seldust 307 þús. lítrar af jólabjór en á sama tímabili í fyrra seldust 267 þús. Aukning á milli ára er því rúmlega 15%.

Í nóvember jókst sala áfengis um 6,6% í lítrum í samanburði við fyrra ár.

Sala tóbaks.
Fyrstu ellefu mánuði ársins var samdráttur í sölu vindlinga um 9,7%, vindla um 9,4% og sala neftóbaks hefur dregist saman um 2,3% í samanburði við fyrra ár. Hins vegar er 6,1% söluaukning í sölu reyktóbaks.
