Sala áfengis
Samdráttur var 1,4% í sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni á tímabilinu um 1,7% en sala á hvítvíni dróst saman um 2,5%. Samdráttur í sölu á ókrydduðu brennivíni og vodka var 6,5% en sala á ávaxtavínum jókst um 103,5% á milli ára.

Sala í júní er 11,9% minni en sama mánuð í fyrra og munar mestu um að í júní 2012 voru 5 föstudagar en einungis 4 í júní í ár. Sala á hefðbundnum föstudegi er um 9 til 10% af heildarsölu mánaðarins.
Sala tóbaks
Fyrstu sex mánuði ársins er samdráttur í sölu vindlinga 11,6%, vindla 11,7% og sala neftóbaks hefur dregist saman um tæp tæp 12% í samanburði við sömu mánuði í fyrra. Hins vegar er aukning í sölu reyktóbaks 5,4%.
