Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefna

05.07.2007

ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefnaLeonardó da Vinci er starfsmenntahluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins, en árlega eru veittir  styrkir til mannaskiptaverkefna þar sem fólki í starfsnámi, fólki á atvinnumarkaði og leiðbeinendum eða stjórnendum er gefinn kostur á að afla sér starfsþjálfunar allt frá einni viku til þrjátíu og níu vikna.

Verkefnið sem ÁTVR hlaut styrk til að framkvæma fól í sér að senda starfsfólk til starfsþjálfunar hjá vínframleiðendum í Evrópu.  Ætlunin er að senda einn vínsérfræðing til nokkurra mánaða dvalar hjá vínframleiðanda þar sem honum gefst tækifæri að taka þátt í framleiðsluferlinu og afla sér enn betri þekkingar í víngerð og framleiðslu. Ætlunin er að miðla þeirri þekkingu svo áfram til nemenda Vínskólans, sem ÁTVR rekur fyrir starfsfólk.  Styrkveitingin náði jafnframt til þess að senda nokkra nemendur Vínskólans í starfsþjálfun hjá vínframleiðendum.

Auk ÁTVR hlutu 20 önnur fyrirtæki, skólar og stofnanir styrki fyrir samtals 172 einstaklinga, en þetta er í fyrsta sinn sem ÁTVR óskar eftir styrkveitingu frá sjóðnum.