Sala áfengis og tóbaks í janúar
Áfengi
Sala áfengis er 1,4% minni í ár en í fyrra. Meira er selt af rauðvíni og hvítvíni en samdráttur er í sölu á lagerbjór, sterku áfengi og blönduðum drykkjum. Ef sala áfengis í janúarmánuði er skoðuð tímabilið 2006 – 2013 þá er salan í ár sú minnsta á tímabilinu.

Tóbak
Mikil aukning er í sölu reyktóbaks í janúar m.v. sama mánuði í fyrra eða 49,7%, einnig er aukning í sölu neftóbaks en samdráttur er í sölu á sígarettum (vindlingum), vindlum og píputóbaki.
