Mikil sala var í jólabjór fyrstu söludagana. Alls seldust um 105 þús. lítrar fyrstu þrjá dagana þ.e. fimmtudag – laugardags. Í fyrra var 15. nóv. á þriðjudegi en þá seldust 110 þús. lítrar frá þriðjudegi til laugardags.
Líkt og í fyrra var mest selt af Tuborg Christmas Brew en næst á eftir er Víking Jólabjór og Kaldi. Neytendur virðast því íhaldssamir þegar kemur að jólabjórnum því þetta eru sömu tegundir og voru mest seldar fyrstu dagana í fyrra.
