Sala áfengis
Sala áfengis jókst um 0,2% í lítrum fyrstu tíu mánuði í samanburði við árið í fyrra. Sala rauðvíns er nánast sú sama og í fyrra en aukning er í sölu hvítvíns um 2,1%. Alls hafa verið seldir 15,1 milljón lítra það sem af er ári þar af er sala á lagerbjór 9,6 milljón lítra.
Ef sala áfengis í lítrum er skoðuð eftir söluflokkum, þ.e. bjór, léttvín og sterkt, sést að talsverður munur er á milli flokka. Þannig stendur sala á bjór nánast í stað en sala á léttvíni er 2,9% meiri en á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur sala á sterku áfengi dregist staman um 5,5%.

Salan í október er nánast sú sama og í október fyrir ári en í heildina er salan 0,5% minni í ár en í fyrra.
Sala tóbaks
Í samanburði við árið í fyrra er samdráttur í sölu vindlinga um 3,4% og neftóbaks um 1,9%. Hins vegar hefur sala á reyktóbaki aukist mikið eða um tæp 14% á milli ára.
