Í Dymbilvikunni voru seldir 484 þúsund lítrar af áfengi, sem eru 4,6% meira magn en selt var fyrir páska fyrir ári. Miðvikudagur fyrir páska er einn af söluhæstu dögum ársins en í ár seldust 246 þús. lítrar þann dag, eða rúmlega helmingur af seldu magni vikunnar. Þann dag komu tæplega 39.800 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, flestir, rétt yfir 15 þúsund, komu milli klukkan 16:00 og 18:00.
