Sala áfengis í mars er 11,6% meiri í ár en í fyrra. Ástæða má líklega að mestu skýra með því að í ár eru fimm helgar í mars en voru fjórar í fyrra.
Tæplega 60% viðskiptavina koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og þess vegna hefur fjöldi helga í mánuði mikil áhrif á sölutölur mánaða. Hugsanlega hefur einnig áhrif að páskar eru snemma í apríl í ár en seint í fyrra. Þegar litið er á samanburð frá áramótum þ.e. tímabilið janúar til mars þá er sala áfengis í lítrum 3,5% meiri nú en í fyrra. Athygli vekur að sala á ávaxtavínum hefur tekið mikinn kipp á árinu á sama tíma og sala á blönduðum drykkjum er að dragast saman.
