ÁTVR hefur samið við Advania um endurnýjun á kassakerfi í Vínbúðunum. Einnig var samhliða undirritaður samningur um endurnýjun, hýsingu og rekstur á fjárhagslausninni Microsoft Dynamics NAV. Lögð var áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna.

Ívar Logi Sigurbergsson Advania, Gestur G. Gestsson Advania, Sveinn Víkingur Árnason ÁTVR, Grétar Mar Baldvinsson ÁTVR og Davíð Þór Kristjánsson Advania.