Sala áfengis í febrúar var nánast sú sama og á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þ.e. janúar og febrúar hefur salan hinsvegar dregist saman í heildina um 1,1% á milli ára.
Í febrúar lauk sölutímabili þorrabjórs. Alls seldust 38,8 þús. lítrar af þorrabjór í ár sem er tæplega 12% meira magn en á sama tímabili í fyrra en þá seldust 34,7 þús. lítrar. Þorrakaldi seldist best en fjórar aðrar tegundir voru í boði, Þorragull, Víking Þorrabjór, Gæðingur Þorrabjór og Surtur Stout Þorrabjór. Til samanburðar voru einnig fjórar tegundir á boðstólum í fyrra en Þorrakaldi var að sama skapi mest seldi þorrabjórinn þá.
