Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bara einn er einum of mikið

26.03.2007

Bara einn er einum of mikiðNýhafin er auglýsingaherferð Vínbúðanna og Umferðarstofu gegn ölvunarakstri. Auglýsingarnar sýna fólk í ábyrgðarstörfum með vínglas í hendi og er yfirskriftinni "er þetta í lagi" ætlað að undirstrika hversu fjarstæðukennt það er að aka undir áhrifum.

Texti meðfylgjandi auglýsingar er:

Um 50 þúsund Íslendingum finnst í lagi að keyra eftir að hafa fengið sér einn. Finnst þér það í lagi?

Ölvaður ökumaður er alltaf í órétti ef hann lendir í umferðarslysi.

BARA EINN ER EINUM OF MIKIÐ