Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Annasamir dagar framundan

27.12.2011

Annasamir dagar framundan

Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44  þúsund viðskiptavinir leggja  leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.  

Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13).  Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi og kemur allan daginn í Vínbúðirnar á hefðbundnum miðvikudegi á öðrum árstíma.

Salan í Vínbúðunum dagana 1.-24.desember í ár var 1.509 þús. lítrar., en á sama tíma fyrir ári1.525 þús.lítrar. Sala áfengis dróst því saman um 1% í lítrum talið á milli ára á þessu tímabili.  Alls komu 327 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sömu daga í fyrir ári voru þeir 332 þúsund.  Síðustu dagana fyrir jól þ.e. 21.-24.desember, seldust 431 þús. lítrar, en fyrir ári 438 þús.lítrar