Sala áfengis í lítrum er 2,2% minni fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Salan í september er hins vegar 6,2% meiri ef miðað er við september í fyrra.
Ef litið er á áfengissölu tímabilið janúar – september eftir meginsöluflokkum þ.e. bjór, léttvín og sterkt áfengi þá hefur sala á bjór dregist saman um 4,3% og á sterku áfengi um 3,3%. Hins vegar hefur sala á léttvíni aukist á milli ára um 2,7%.