Í október eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem áhersla er lögð á bjór og mat. Gríðarlega fjölbreytt úrval af bjór er í boði víðs vegar um heiminn. Hefðbundnir bjórstílar skipta hundruðum og tilraunaglöð brugghús nútímans eiga það til að brugga ansi skrautleg tilbrigði við þá sem gaman er að para við mat.
Í Vínbúðunum má nálgast bækling með 6 uppskriftum að einföldum og góðum réttum sem Peter Hansen, yfirkokkur á Munnhörpunni, útbjó og Vínráðgjafar Vínbúðanna ráðleggja með valið á bjórnum með. Einnig er nýútkomið smárit þar sem Vínráðgjafinn Magnús Traustason varpar ljósi á það sem í boði er í hinum ævintýralega heimi bjórsins.
Einnig er hægt að skoða bæklingana okkar á vefnum: