Í ár fagnar ÁTVR 85 ára afmæli sínu. Það er því af mörgu að taka þegar sagan er skoðuð og til gamans höfum við tínt saman nokkrar áhugaverðar myndir og fréttir til fróðleiks og skemmtunar.

Eins og greina má af eftirfarandi myndum hefur margt breyst í vínbúðunum á undanförnum árum og sífellt meiri áhersla lögð á gæði þjónustunnar. Fyrri myndin var tekin á Lindargötunni árið 1979 og sú seinni birtist í Alþýðublaðinu árið 1972.
