Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis fyrri hluta ársins

01.07.2011

Sala áfengis fyrri hluta ársinsSala áfengis í lítrum er 2,8% minni nú fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið 2010.  Nánast enginn munur er þó á sölunni í júní, en hafa ber í huga að hvítasunnan var í júní í ár en í maí í fyrra. 

 

Þegar litið er til fyrri hluta ársins er aukning í sölu léttvíns en minna hefur verið selt af bjór og ókrydduðu brennivíni og vodka. Freyðivín hefur verið vinsælla en áður og salan farið upp um rúm 11% á árinu.

 

Athygli vekur einnig að sala á blönduðum drykkjum eykst á tímabilinu janúar - júní um 9,1%, en síðustu tvö ár hefur verið töluverður samdráttur í þessum söluflokki.

 

Sala áfengis fyrri hluta ársins