Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Heimsókn frá breskum vínskóla

02.02.2007

David Wrigley frá Wine and Spirit Education Trust (WSET) kom til landsins í gær í því skyni að heimsækja og meta ÁTVR sem "fræðslustofnun". Er þetta liður í því að koma á samstarfi milli stofnananna með það í huga að þeir sem eru á sérfræðinganámskeiði Vínskólans taki próf frá WSET (hér á landi) og fái þaðan viðurkenningarskjal.

Heimsókn frá breskum vínskóla

Frá vinstri Páll , Magnús og Gissur vínsérfræðingar, Guðrún starfsmannastjóri, David Wrigley og Skúli deildarstjóri vörumats.

 

WSET-skólinn er vel þekktur meðal vínheimsins og er með allt frá styttri námskeiðum um vínfræði upp í mastersgráðu í vínfræðum. Námskeið sem tekin eru í skólanum hjá þeim eru metin til eininga í breska menntakerfinu og því opnar próf frá þeim möguleika á að fá það metið þegar farið er í frekara nám þar í landi og e.t.v. viðar.

Í fyrsta sérfræðingahópnum sem hóf nám í október sl. og lýkur því í byrjun febrúar eru 6 starfsmenn. Hefur kennslan gengið vel, og hefur verið stuðst við efni frá WSET. Ef allt gengur að óskum munu þeir vera þeir fyrstu sem fá skírteini frá WSET (fyrir utan sérfræðingana okkar í vörumati, sem allir eru með þetta próf upp á vasann).