Sala áfengis í mars var 1.286 þús. lítrar. Ekki er marktækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru almennt annasamir í Vínbúðunum og sést munurinn greinilega þegar salan 27. – 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þús. lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þús. lítrar.
Tímabilið janúar – mars er að sama skapi ómarktæk í samanburði en þegar eingöngu er horft til lítrasölu tímabilsins er salan um 10% minni en á sama tíma í fyrra.
