Árs – og samfélagsskýrsla ÁTVR fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi.
Alls voru seldir 22,7 milljón lítrar af áfengi og dróst salan saman um 4,2% í samanburði við árið á undan. Tekjur af áfengissölu voru 34,2 milljarðar án vsk. Sala tóbaks var 7,9 milljarðar án vsk. Í magni dróst sala tóbaks saman í öllum flokkum, í neftóbaki um 11% og vindlingum (sígarettum) dróst salan saman um 5,2% á milli ára. Rekstrargjöld voru 41,8 milljarður, þar af er vörunotkun tæpir 36 milljarðar. Hagnaður ársins er 537 miljónir króna og alls voru greiddar 250 milljónir í arð til ríkissjóðs.
Við gerð skýrslunnar er fylgt Global Reporting Initiative (GRI) Standards. Tilgangurinn er að skrá og miðla með gagnsæjum hætti upplýsingum sem tengdar eru samfélagslegri ábyrgð. Til að leggja áherslu á réttmæta og gagnsæja upplýsingagjöf hefur samfélagsskýrslan verið rýnd og staðfest af alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte. Er það þriðja árið í röð sem slík úttekt er gerð.
Í samræmi við stefnu ÁTVR er að finna ítarlegan kafla um umhverfis- og loftlagsmál, en auk þess er farið yfir helstu stefnuáherslur og mælanleg markmið sem sett eru fyrir fjölmarga þætti í rekstrinum.
SKOÐA ÁRS- OG SAMFÉLAGSSKÝRSLU ÁTVR 2024