
18,4 milljónir lítra seldust í vínbúðunum af áfengi á árinu 2006. Þar af var bjór 14,2 milljónir lítra (um 77% af allri magnsölu). Aukning í seldu magni er 7,1% milli áranna 2005 og 2006.
Sala á rauðvíni var 1,79 milljónir lítra og er það tæpu einu prósenti meira en sala ársins 2005, en sala á rauðvíni jókst á milli 9% og 19% (meðalaukning 14,5%) milli áranna 1998 til 2005.
Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst um 9% á milli ára. Er það í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem merkjanleg aukning er í seldu magni milli ára í þessum vöruflokki.
Sala á hvítvíni jókst um 14% milli ára og er það svipuð aukning og meðalsöluaukning síðustu sjö ára. Meðalsöluaukning á rauðvíni síðastliðin sjö ár er um 12,5%.
Sala í þús. ltr. 2006
|
Sala í þús. ltr. 2005
|
Breyting %
|
Rauðvín
|
1.791
|
1.774
|
1%
|
Hvítvín
|
811
|
712
|
14%
|
Rósavín
|
97
|
116
|
-16%
|
Freyðivín
|
116
|
115
|
1%
|
Styrkt vín
|
59
|
61
|
-3%
|
Ávaxtavín
|
77
|
69
|
11%
|
Brandí
|
61
|
62
|
-2%
|
Ávaxtabrandí
|
0,4
|
0,2
|
89%
|
Viskí
|
95
|
90
|
5%
|
Romm
|
65
|
63
|
4%
|
Tequila o.fl.
|
2
|
2
|
-31%
|
Ókryddað brennivín og vodka
|
309
|
283
|
9%
|
Gin & sénever
|
64
|
65
|
-2%
|
Snafs
|
30
|
34
|
-10%
|
Líkjör
|
89
|
96
|
-7%
|
Bitterar, kryddvín, aperitífar
|
57
|
62
|
-8%
|
Blandaðir drykkir
|
332
|
299
|
11%
|
Lagerbjór
|
14.257
|
13.189
|
8%
|
Öl
|
120
|
123
|
-2%
|
Aðrar bjórtegundir
|
32
|
28
|
15%
|
Samtals
|
18.464
|
17.245
|
7,1%
|