Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Akureyri flutt

04.03.2025

Vínbúðin opnar nýja Vínbúð á Norðurtorgi í dag þriðjudag kl. 11:00. ÁTVR hefur rekið Vínbúð á Akureyri frá stofnun þess árið 1922 (hét þó ÁVR á þeim tíma), með smá hléi á árunum eftir 1953 þegar ákveðið var að loka henni eftir atkvæðagreiðslu í bænum. Í annarri atkvæðagreiðslu 1956 var ákveðið að opna aftur áfengisverslun á Akureyri. Vínbúðin hefur verið í á Hólabrautinni í yfir 60 ár og þjónað viðskiptavinum vel. Nú er komið að merkilegum kaflaskilum þegar Vínbúðin flytur.

Verslunarkjarninn á Norðurtorgi hefur stækkað töluvert og er margvísleg þjónusta á svæðinu, s.s. Bónus, Jysk, Ilva, Ormsson,  apótek og fleira. Vinbúðin er rúmgóð með stórum kæli og aðgengi að vörum mun betra en í eldri Vínbúð. Fjölmörg bílastæði eru fyrir framan Vínbúðina sem er mikill kostur og eitt af því sem oft hefur verið erfitt á Hólabrautinni, en þar eru bílastæðin þröng og oft erfitt að komast að og frá á mestu annatímum.

Vínbúðin þakkar fyrir sig á Hólabrautinni og býður alla viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð á Norðutorgi, Austursíðu 6.

 

Fyrsti útsölustaður ÁVR á Akureyri: 

Fyrsti útsölustaður á Akureyri (úr ársskýrslu 2012, bls. 44). ÞJMS. Jón J Dalm.