Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Landsréttur sneri dómi

20.02.2025

Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Dista ehf., innflytjandi koffein drykkjarins Shaker Original Alcohol & Caffeini (Shaker), höfðaði á hendur ÁTVR vegna höfnunar ÁTVR að taka drykkinn til sölu.

Höfnun ÁTVR byggði á lögum um verslun með áfengi og tóbak þar sem segir: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi sem inniheldur koffein og önnur örvandi efni.“ Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 23. júní 2023 að ákvörðun og málsmeðferð ÁTVR hefði verið í samræmi við lög.
Niðurstöðu Landsréttar má sjá hér.