Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks 2024

03.01.2025

Sala áfengis árið  2024 var 4,2% minni í lítrum en árið á undan. Alls seldust tæplega 22,7 milljón lítrar af áfengi á árinu. Langmest er selt af lagerbjór eða um 16,6 milljón lítrar. Hlutfallslega er mestur samdráttur í sölu rauðvíns en salan minnkaði um 7,7% á milli ára. 

 

Viðskiptavinir voru 5.065 þús. á árinu, en til samanburðar voru viðskiptavinir 5.248 þús. árið 2023.

Sölutölur áfengis eru aðgengilegar hér á vefnum og hægt að skoða hvernig salan breytist á milli ára og tegunda, skoða fjölda viðskiptavina milli ára ásamt því hvaða daga og hvaða tíma dags afgreiðslufjöldinn er mestur. Einnig getur verið áhugavert að skoða hvaðan söluhæstu vörur ársins koma, hvaða sérmerkingar eru vinsælastar og hvaða umbúðir algengastar.

Sala tóbaks dróst saman í öllum flokkum nema í reyktóbaki, en þar jóst salan um 8% á milli ára.  Sala neftóbaks er 11% minni og sala á sígarettum, sem er stærsti flokkur tóbakssölunnar, dróst saman um 5% á milli ára.