Árs – og samfélagsskýrsla ÁTVR er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins.
Við gerð skýrslunnar er fylgt Global Reporting Initiative (GRI) Standards. Tilgangurinn er að skrá og miðla með gagnsæjum hætti upplýsingum sem tengdar eru samfélagslegri ábyrgð. Til að leggja áherslu á réttmæta og gagnsæja upplýsingagjöf hefur samfélagsskýrslan verið rýnd og staðfest af alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte. Er það annað árið í röð sem slík úttekt er gerð.
Í samræmi við stefnu ÁTVR um að vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð er í skýrslunni að finna ítarlegan kafla um umhverfis- og loftlagsmál en auk þesser farið yfir helstu áherslur gagnvart hagsmunaaðilum og mælanleg markmið sem sett eru fyrir fjölmarga þætti í rekstrinum.