Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innköllun á Sóða

20.02.2024

Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Þau sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni í næstu Vínbúð til að fá endurgreitt. 
Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is 

Skoða nánari upplýsingar um innkallanir.