Þriðjudaginn 24. október, hafa fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks boðað til kvennaverkfalls. Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf og taka þátt í baráttudeginum. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar, en þó má búast við skertri þjónustu. Ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum en á meðfylgjandi lista má sjá Vínbúðir sem verða lokaðar.
Skiptiborð og móttaka ÁTVR á Stuðlahálsi 2, verður lokuð, en opnunartímar og símanúmer Vínbúða er að finna hér á vefnum.
Eftirfarandi Vínbúðir eru lokaðar vegna kvennaverkfalls, þriðjudaginn 24. október:
- Vínbúðin Hólmavík
- Vínbúðin Þórshöfn
- Vínbúðin Fáskrúðsfirði
- Flúðum
- Grindavík
- Hveragerði
- Siglufirði
- Vínbúðin Hvolsvelli
- Vínbúðin Hellu