Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Við skönnum skilríki - til að flýta fyrir og auka öryggi

06.10.2023

Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og  er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Í samstarfi við Stafrænt Ísland og ríkislögreglustjóra hefur verið þróuð lausn til að skanna rafræn ökuskírteini. Að sjálfsögðu er enn í boði að nota önnur hefðbundin skilríki eða vegabréf. 

Viðskiptavinir geta verið beðnir um að uppfæra skilríkin sín, en hvert strikamerki gildir einungis í skamman tíma. Hægt er að ná í rafræn ökuskírteini hjá Stafrænu Íslandi og setja í símaveskið sitt (Wallet). 

Vínbúðirnar hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði, en það flýtir almennt fyrir afgreiðslu. Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt, en það er áhugavert að leiða hugann að því hvernig þú bregst við þegar við spyrjum þig um skilríki?