Fjármála- og efnahagsráðuneytið úrskurðaði í dag að gjaldtaka ÁTVR vegna öflunar sýnishorna áfengis til gæðaeftirlits hefði ekki stoð í lögum.
Gjaldtakan byggði á 43. gr. vöruvalsreglugerðar, nr. 1106/2015. „Vegna gæðaeftirlits er ÁTVR ávallt heimilt, á kostnað birgis, að taka sýnishorn vöru úr vörubirgðum eða kalla eftir sýnishorni frá birgi.“ Niðurstaða ráðuneytisins grundvallast á því að sérstaka heimild skorti í lögum fyrir gjaldtökunni sem reglugerðin mælir fyrir um.
Í samræmi við þennan úrskurð mun ÁTVR fara yfir fyrirkomulagið og upplýsa birgja um breytingar án þess að slaka nokkuð á gæðaeftirliti í þágu neytenda.