Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Vík flutt

03.07.2023

Vínbúðin Vík hefur nú opnað á nýjum stað í glænýju húsnæði við Sléttuveg 2A. Öll aðstaða og aðkoma er töluvert betri en á fyrri stað, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk og er flutningur Vínbúðarinnar kærkominn nú fyrir mesta álagstíma sumarsins.

Opnunartími Vínbúðarinnar er mánudaga til fimmtudaga 14-18, föstudaga 13-19 og laugardaga 12-14.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð.