Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Málsmeðferð og vinnubrögð ÁTVR staðfest fyrir Héraðsdómi

26.06.2023

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun ÁTVR um að hafna því að taka áfengan koffíndrykk til sölu í  verslunum sínum. Höfnun ÁTVR byggðist á lögum, en þar kemur fram að heimilt er að hafna því að selja áfengi sem inniheldur koffein og önnur örvandi efni. Dista ehf., innflytjandi drykkjarins, Shaker Original Alcohol & Caffeini (Shaker)  í 330 ml. áldós, kærði synjun ÁTVR og kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm 23. júni síðastliðinn, þar sem fallist var á málsmeðferð ÁTVR og hún sýknuð af kröfum Dista ehf. vegna synjunarinnar. Dista ehf. var einnig gert að greiða 1.7 milljónir í málskostnað.

Hér er hlekkur á dóm Héraðsdóms.